Haustráðstefna Reiknistofu bankanna er á næsta leyti og verður hún að þessu sinni undir yfirskriftinni „Framtíðin í upplýsingatækni fjármálafyrirtækja 2.0“. Á ráðstefnunni verður farið yfir hvernig upplýsingatækni í fjármálageiranum mun koma til með að þróast á næstu árum.

Ráðstefnan fer fram fimmtudaginn 30. október kl. 13:00 á Icelandair Hótel Natura Reykjavík. Meðal umfjöllunarefnis er eftirfarandi:

• Öll helstu framtíðar "trendin"
• Þróun á nýju tækniumhverfi fjármálafyrirtækja
• Hvernig Íslandsbanki sér fyrir sér að bankaþjónusta muni þróast með nýtingu tækninnar
• Reynslusaga af útskiptingu grunnkerfa
• Konur og tækni
• Framtíðin í upplýsingaöryggi fjármálafyrirtækja

Fjölbreyttur hópur fyrirlesara tekur til máls og má þar nefna David Rowan ritstjóra Wired Magazine, Birnu Einarsdóttur bankastjóra Íslandsbanka, Jean Yves BRUNA framkvæmdastjóra stefnumála og þróunar hjá Sopra Banking Software, Theódór Gíslason sérfræðing í tölvuöryggismálum hjá Syndis, Ragnheiði Magnúsdóttur framkvæmdastjóra Hugsmiðjunnar, Friðrik Þór Snorrason forstjóra RB og Þorstein Björnsson framkvæmdastjóra Viðskiptaþróunar og ráðgjafar hjá RB.

Ráðstefnustjóri er Sigurjón Pálsson framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Arion banka.