Ráðstefnan var haldin á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á dögunum. Þar komu fram margar konur sem hafa gert það gott í frumkvöðlastarfi og fjölluðu um stofnun og rekstur á eigin fyrirtækjum.

Á ráðstefnunni var leitast við að svara spurningum í tengslum við alþjóðavæðingu fyrirtækja, fjárfestingarmat,nálganir og aðferðir við fjármögnun og mikilvægi tengslanetsins bæði í innlendu og erlendu samhengi svo dæmi séu nefnd.

Frumkvöðlaráðstefna
Frumkvöðlaráðstefna
© Aðrir ljósmyndarar (VB MYND)

Margrét Guðmundsdóttir, forstjóri Icepharma og formaður Félags atvinnurekenda, fjallaði um konur og stjórnun.

Frumkvöðlaráðstefna
Frumkvöðlaráðstefna
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Fjöldi fólks sat ráðstefnuna sem haldin var í salnum í Kópavogi.

Frumkvöðlaráðstefna
Frumkvöðlaráðstefna
© Aðrir ljósmyndarar (VB MYND)

Svana Gunnarsdóttir, fjárfestingarstjóri Frumtaks, ræddi í erindi sínu um reynslu og feril frumkvöðuls.

Frumkvöðlaráðstefna
Frumkvöðlaráðstefna
© Aðrir ljósmyndarar (VB MYND)

Hilmir Ingi Jónsson, framkvæmdastjóri Remake Electric, sem var valið besta fjárfestingartækifærið í Evrópu.