*

sunnudagur, 26. september 2021
Innlent 29. júlí 2018 08:58

Hlutafjáraukning hjá Framtíðinni

Fjártæknifyrirtækið Framtíðin hækkaði hlutafé sitt nýlega um 12,5 milljónir að nafnvirði, eða úr 70 milljónum í 82,5 milljónir.

Ritstjórn
Vala Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Framtíðarinnar
Haraldur Guðjónsson

Fjártæknifyrirtækið Framtíðin, sem býður upp á námslán, húsnæðislán og almenn lán, hækkaði hlutafé sitt nýlega um 12,5 milljónir að nafnvirði, eða úr 70 milljónum í 82,5 milljónir.

Vala Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Framtíðarinnar, segir að þessi hlutafjárhækkun hafi verið gerð til að styrkja áframhaldandi vöxt fyrirtækisins. „Við erum búin að bæta nýjum vörum við vöruúrval okkar á árinu og auk þess eru fleiri vörur í farvatninu. Það hefur verið gífurlegur vöxtur hjá okkur og því var ákveðið að hækka hlutaféð."

Framtíðin er í eigu sjóða sem eru í rekstri GAMMA. Frá því í nóvember á síðasta ári hefur Framtíðin aukið hlutafé sitt um 52,5 milljónir og hlutafé félagsins hefur því meira en tvöfaldast á þessum átta mánuðum.