Samherji og Icelandair Group eru í fyrsta og öðru sæti lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki ársins 2014. Þetta var tilkynnt síðdegisí dag í Hörpu en Creditinfo stendur fyrir valinu.

Bæði fyrirtækin hafa hlotið viðskiptaverðlaun Viðskiptablaðsins, Samherji árið 2011 og Icelandair Group árið 2012.

Framúrskarandi fyrirtæki í ár eru 577 talsins en voru 462 í fyrra.

Efst í flokki stórra fyrirtækja og á heildarlista eru:

  1. Samherji hf.
  2. Icelandair Group hf.
  3. Horn Fjárfestingarfélag ehf.
  4. HB Grandi hf.
  5. Síldarvinnslan hf.
  6. Icelandair ehf. (millilandaflug Icelandair Group hf.)
  7. Össur hf.
  8. Skinney-Þinganes hf.

Efst í flokki millistórra félaga

  1. Já hf.
  2. Artica Finance hf.
  3. Verðbréfaskráning Íslands hf.
  4. Ferðaskrifstofa Kynnisferða ehf.
  5. Mörkin Lögmannsstofa hf.

Efst í flokki lítilla fyrirtækja

  1. Frostmark ehf.
  2. Eignamiðlunin ehf.
  3. Bakkinn vöruhótel ehf.
  4. Ferill ehf., verkfræðistofa
  5. Inmarsat Solutions ehf

Sérblaðið Framúrskarandi fyrirtæki fylgir Viðskiptablaðinu á morgun þar sem finna má umfjöllun um tugi þeirra fyrirtækja sem eru á listanum.