Yfirvöld skattamála í Bangladess hafa ákveðið að heiðra þá borgara sem greiða sem eru hvað skilvirkastir þegar kemur að greiðslu skatta.

Samkvæmt fréttavef bdnews24 munu þeir einstaklingar sem hafa borgað mest til ríkisvaldsins hljóta verðlaunin auk þeirra sem hafa verið framúrskarandi skilvísir þegar kemur að greiðslu skatta gegnum árin.

Það eru ekki bara einstaklingar sem  koma til með að fá verðlaun heldur munu þau fyrirtæki í sem skara fram úr þegar kemur að greiðslu virðisaukaskatts einnig fá verðlaunin.

Ráðgert er að skattaverðlaunin verði veitt annaðhvort þann 15. eða 16. september við hátíðlega athöfn í höfuðborg landsins, Dakka.

Verðlaunaafhendingin fer fram í tengslum við hinn svokallaða „Skattadag” sem verður haldinn hátíðlegur í Bangladess í fyrsta sinn.