Franski bílaframleiðandinn Peugeot mun kynna nýjan og framúrstefnulegan hugmyndabíl á bílasýningunni í Genf sem hefst í næstu viku. Peugeot hefur orð á sér fyrir að koma oft fram með spennandi hugmyndabíla og svo er raunin einnig nú.

Þessi nýi bíll hefur enn ekki fengið nafn en það verður væntanlega tilkynnt í Genf. Ljóst er þó að hann mun fá athygli á bílasýningunni enda um margt mjög athyglisverður og spennandi. Bíllinn er með 300 hestafla tvinnaflrás og enga hliðarspegla þar sem myndavélar innanborðs sjá fyrir útsýninu aftur fyrir bílinn.

Myndavélar eru einnig í ljósum bílsins sem senda upplýsingar til öryggiskerfis sem bregðast við aðsteðjandi hættu ef ökumaður gerir það ekki.Hurðir bílsins opnast í sitthvora áttina og enginn póstur þar á milli og aðgengi inn í bílinn er þar af leiðandi einstaklega gott.

Mælaborðið er mjög framúrstefnulegt. Þar eru nánast engir takkar og flestum aðgerðum er stjórnað frá 9,7 tommu aðgerðaskjá. Þessi tilhögun mælaborðsins á að marka framtíðarútlit Peugeot bíla. Sæti bílsins eru fjölstillanleg og bjóða uppá æði fjölbreytta sætisskipan. Raddtýrðar skipanir leyfa ökumanni að stjórna bílnum að miklu leiti með rödd ökumanns.