Wall Street Journal greindi frá því í gærkvöldi að franska símafyrirtækið væri í viðræðum um yfirtöku á hinu sænska TeliaSonera. Fregnir herma að France Telecom hafi hækkað fyrra yfirtökutilboð sitt í sænska félagið.

France Telecom lýsti fyrst opinberlega yfir áhuga á sænska félaginu í apríl á þessu ári. TeliaSonera hefur streist gegn yfirtökutilburðunum, en nú gæti farið að rofa til í þeim málum.