France Telecom hefur hætt við tilraunir til að yfirtaka TeliaSonera í Svíþjóð. Þetta kemur fram í WSJ í morgun. Í gærkvöldi kom fram í WSJ, eins og lesa mátti á vb.is snemma í morgun, að fyrirtækin ættu í viðræðum eftir að France Telecom hefði hækkað fyrri verðhugmyndir sínar.

Nú kemur fram að France Telecom sé hætt við tilraun til að yfirtaka TeliaSonera þar sem ekki hafi náðst samkomulag um fjárhagsleg atriði. Með þessu er, að sögn WSJ, lokið tilraunum til samruna sem hefði skapað stærsta símafyrirtæki Evrópu mælt í tekjum.

TeliaSonera hafði þar til nýlega ekki viljað setjast við samningaborðið með France Telecom til að ræða samruna, en franska fyrirtækið lýsti áhuga sínum á TeliaSonera í apríl á þessu ári.