Franska símafélagið, France Telecom, hugar að því að gera tilboð í spænska farsímafélagið Amena. Heildarverðmæti fyrirtækisins er um 9 milljarðar evra (um 710 milljarðar króna) að neðtöldum skuldum.

Hugsanlegt tilboð Franska símafélagsins er til merkis um bættan hag fyrirtækisins, en síðustu fjögur ár hefur félagið notað til endurskipulagningar á rekstrinum og til að lagfæra efnahags eftir mikla útþenslu árin á undan.

Amena er í eigu Auna, sem einnig rekur fastlínukerfi og kapalkerfi. Fyrirtækið hefur verið til sölumeðferðar hjá Merril Lynch og var ætlunin í upphafi að selja það í heild sinni með Amena innanborðs. Það kann að hafa breyst og því hefur áhugi franska félagsins vaknað. Ef tilboð verður gert er reiknað með því að það verði tvíþætt, annars vegar greiðsla í peningum og hins vegar í hlutabréfum.

Tvö tilboð bárust í liðinni viku í Auna, annars vegar frá Kohlberg Kravis Roberts, sem er innan Goldman Sachs og BC Partners.