*

föstudagur, 6. ágúst 2021
Innlent 6. október 2014 10:31

FranklinCovey á Íslandi setti met í útbreiðslu

FranklinCovey á Íslandi fékk fjölda viðurkenninga fyrir árangur starfsársins á International Partner Conference.

Ritstjórn

FranklinCovey á Íslandi fékk fjölda viðurkenninga fyrir árangur sl. starfsárs á International Partner Conference, sem var haldinn í Bandaríkjunum í síðustu viku. Ísland setti í heimsmet í útbreiðslu (market penetration) og er með hæstu sölu á árinu miðað við verga landsframleiðslu sem og höfðatölu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.

Í tilkynningunni segir að jafn háar tölur hafi ekki mælst í 25 ára starfi FranklinCovey. Mikill vöxtur hafi verið í verkefnum félagsins með innlendum og erlendum viðskiptavinum og sala á Íslandi hafi rúmlega tvöfaldast milli ára hvert ár sl. þrjú ár. Að auki fékk FranklinCovey| NordicApproach, sem er sameiginlegt félag FranklinCovey á Norðurlöndunum viðurkenningar fyrir frammistöðu m.a. sem stærsti leyfishafi í Evrópu, og fyrir að vera söluhæst í heiminum á sviði framleiðni og sölu, og mestan vöxt á fjórum lausnarsviðum.

FranklinCovey er alþjóðlegt þekkingarfyrirtæki með starfsemi í 152 löndum og sérhæfir sig í aukinni frammistöðu einstaklinga, teyma og vinnustaða. Meðal viðskiptavina FranklinCovey eru 90% af Fortune 100 og 75% af Fortune 500 fyrirtækjum auk fjölda opinberra stofnana og menntastofnana.

„Ljóst er að íslenskt viðskiptalíf upplifir verðmætin í vinnu okkar með innleiðingu stefnu, framleiðniaukningu og stjórnendaþjálfun, og sækir í hagnýtar og áhrifaríkar leiðir til að bæta árangur í rekstri og ánægju starfsmanna. Nálgun okkar höfðar jafnt til vinnustaða í einkarekstri, opinberri þjónustu og til sveitafélaga, og það eru forréttindi að vinna með mörgum farsælustu vinnustöðum landsins í þeirra sókn,“ segir Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri og meðeigandi FranklinCovey á Íslandi.

Stikkorð: FranklinCovey