Franska hagkerfið dregst saman á öðrum ársfjórðungi samkvæmt mælingu tölfræðifyrirtækisins Insee. Þetta kemur fram í frétt Wall Street Journal.

Á fyrsta helmingi ársins var samdráttur 0,7% í þessu næst stærsta hagkerfi evrusvæðisins. Þessar tölur koma fram í kjölfar tilkynningar um fjárlagafrumvörp Frakka fyrir árið 2017, þar sem að ríkisstjórnin hyggst lækka skatta og eyða meiri fjármunum til hernaðarmála og atvinnumála ungs fólks.

Frakkar stefna að því að halli í ríkisrekstri verði innan við 3% af vergri landsframleiðslu og stefna að 1,5% hagvexti á næsta ári.