*

sunnudagur, 16. maí 2021
Erlent 23. október 2012 19:15

Franska ríkið ábyrgist 800 milljarða skuld bílaframleiðanda

Fjármögnunarhluti PSA Peugeot Citroën á í miklum erfiðleikum með að fjármagna sig.

Ritstjórn
Francois Hollande forseti Frakklands heimsótti bílasýninguna í París á dögunum. Hér er hann einmitt með stjórnendum PSA Peugeot Citroën.

Franska ríkisstjórnin er tilbúin að ábyrgjast 5-7 milljarða evra, 800-1000 milljarða króna, af skuldum dótturfélags bílaframleiðandans PSA Peugeot Citroën, Banque PSA Finance. Félagið fjármagnar kaup einstaklinga og fyrirtækja á Peugeot og Citroën bílum.

Ríkisstjórnin krefst þess í staðinn að það fjölgi í stjórn félagsins um tvo stjórnarmenn. Annar stjórnarmanna verði tengiliður ríkisstjórnarinnar við fyrirtækið og hinn verði fulltrúi starfsmanna bílaframleiðandans.

Fjármögnunarfyrirtækið á erfitt með að fjármagna sig þar sem lánshæfismat þess litast mjög af afkomu bílaframleiðandans, sem er afar döpur þessa dagana.

Mikill samdráttur í bílasölu allt árið og 819 milljóna evra tap á fyrri árshelmingi hafa slæm áhrif á lánshæfismatið, en stjórnendur fyrirtækisins fullyrða að aðeins sem og lausafjárvanda að ræða, ekki eiginfjárvanda.