Franska ríkisstjórnin lagði í gær af sérstakan 75% hátekjuskatt. Skattlagningin var kosningaloforð Franco­is Holland­e Frakk­lands­for­seta og var mjög umdeild.

Skatt­ur­inn skilaði ekki jafn­miklu í ríkissjóð landsins og stjórn­völd höfðu gert ráð fyrir. Árið 2013 skilaði skatturinn 260 milljónum evra en aðeins 160 milljónum evra árið eftir. Áætlanir stjórnvalda gerðu ráð fyrir að skatturinn myndi skila tæpum 1 milljarði evra í í tekjur á árunum tveimur. Stjórnlagadómstóll landsins lækkaði álagningu skattsins í 50% eftir að hann var lagður á.

Kusu með fótunum

Margir frægir tekjuháir einstaklingar yfirgáfu Frakkland vegna skattsins. Þeirra á meðal voru ríkasti maður Frakklands, Bernard Arnault, sem tók upp belgískt ríkisfang, og leikarinn Gérard Depardieu sem tók upp rússneskt ríkisfang.

Naglinn í líkkistuna

Stjórmálaskýrendur í Frakklandi eru sammála um að síðasti naglinn í líkkistu skattsins var þegar Emmanuel Macron var skipaður efnahagsmálaráðherra Frakklands. Macron, sem var áður efnahagsráðgjafi forsetans, sagði árið 2012 að skatturinn var eins og „Kúba án sólar“.

Skipun Macron sem ráðherra var talið skýrt merki um að skatturinn yrði lagður af.