Franska ríkistjórnin hefur tilkynnt að hún muni selja 6-8% hlut í France Telecom SA. France Telecom er stærsta símafyrirtæki Frakklands og mun salan minnka hlut franska ríkisins í fyrirtækinu niður í 33-35%. Hluturinn er að verðmæti allt að 4,53 milljarða evra og mun ríkistjórnin nota andvirði sölunnar til að greiða niður skuldir. Fjármálaráðuneyti landsins spáir því að skuldir muni nema 66% af vergri landsframleiðslu í lok ársins sem er yfir mörkum Evrópusambandsins en þau eru 60% segir í Hálffimm fréttum KB banka.

Ríkisstjórn landsins stefnir að því að minnka skuldir niður í 62% af vergri landsframleiðslu fyrir árið 2008.

Byggt á Hálffimm fréttum KB banka.