Tveir stærstu bankar Frakklands, ef litið er til markaðsvirðis, þurftu að afskrifa samtals tæpa 200 milljarða króna vegna grískra ríkisskuldabréfa á 4. ársfjórðungi síðasta árs.

BNP Paribas tilkynnti í morgun að tap bankans af grískum ríkisskuldabréfum hafi numið 567 milljónum evra. Í gærkvöldi tilkynnti Societe Generale að tap bankans vegna ríkisskuldabréfanna hafi numið 662 milljónum evra.

Afskriftirnar höfðu veruleg áhrif á afkomu beggja bankanna. Hagnaður BNP Paribas á fjórða ársfjórðungi 2011 dróst saman um 51% og nam 765 milljónum evra. Hagnaður Societe Generale dróst saman um tæp 90% og nam aðeins 100 milljónum evra.

Societe Generale.
Societe Generale.