Stjórnarformaður franska bankans Societe Generale (SocGen) telur að bankinn geti leikið lykilhlutverk í margboðuðu samruna- og yfirtökuferli meðal evrópska fjármálastofnanna. Þetta kom fram í máli hans á aðalfundi bankans í gær.

SocGen er talinn af mörgum álitlegur til yfirtöku og hafa hlutabréf bankans hækkað um meira en tuttugu prósent frá ársbyrjun vegna orðróms um hugsanlegt yfirtökutilboð. Ítalski bankin UniCredit Spa hefur oftast verið nefndur til sögunnar í því samhengi.