Franski hagfræðingurinn Jean Tirole hefur hlotið Nóbelsverðlaunin í hagfræði fyrir greiningu sína á markaðsstyrk og regluverki á markaði. Þetta kemur fram á vefsvæði Nóbelsverðlaunanna .

Jean Tirole er þriðji Frakkinn sem hlýtur þessi verðlaun. Samkvæmt Nóbelsnefndinni hafa rannsóknir hans sýnt fram á hvernig sé unnt að stýra mörkuðum þar sem lítil samkeppni er til staðar með löggjöf.

Telur nefndin hann hafa sýnt fram á hvernig ríkisvald getur hvatt stór fyrirtæki til að auka framleiðni sína og á sama tíma komið í veg fyrir að þau hafi neikvæð áhrif á viðskiptavini og samkeppni.