*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 31. maí 2013 15:15

Frávísun Hreiðars hafnað

Fyrrverandi forstjóri Kaupþings tók lán í eigin nafni árið 2005. Í bankahruninu árið 2008 færði hann það yfir á félag systur sinnar.

Ritstjórn
Hreiðar Már Sigurðsson með verjanda sínum, Herði Felix Harðarsyni, í héraðsdómi.

Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag frávísunarkröfu Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings-samstæðunnar, í máli slitastjórnar SPRON gegn honum. Málið snýr að láni upp á 120 milljónir króna sem Hreiðar Már fékk árið 2005.

Lánið tók Hreiðar í eigin nafni og var hann persónulega ábyrgur fyrir því. Í október árið 2008 færði hann lánið inn í félagið Fjárfestingarfélagið Selsvör ehf sem var í eigu systur hans, Þórdísar Sigurðardóttur. Slitastjórnin vill rifta þeirri ráðstöfun. Í sama mánuði og yfirfærslan átti sér stað tók slitastjórn yfir lyklavöldin í Kaupþingi.

Samkvæmt upplýsingum frá slitastjórn SPRON var lánið upphaflega í erlendri mynt, svissneskum frönkum, en breytt í krónur. 

Líkur eru taldar á að aðalmeðferð í málinu verði á dagskrá í haust.