Frávísunarkröfu Gísla Freys Valdórssonar vegna lekamálsins var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Er hann ákærður fyrir brot í starfi sínu gegn þagnarskyldu sem aðstoðarmaður innanríkisráðherra.

Málið verður því tekið til efnislegrar meðferðar en dagsetning liggur þó ekki fyrir.