Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag kröfu ákærðu í Exeter-málinu svokallaða, Ragnars Z. Guðjónssonar, fyrrverandi sparisjóðsstjóra Byr, Jóns Þorsteins Jónssonar, fyrrverandi stjórnarformanns, og Styrmis Þórs Bragasonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra MP banka.

Voru þeir ákærðir fyrir umboðssvik í tengslum við lánveitingar Byrs til kaupa á stofnfjárbréfum í Byr sem voru m.a. í eigu Ragnars, Jóns Þorsteins og MP banka. Styrmir Þór er að auki ákærður fyrir peningaþvætti.

Krafa ákærðu um frávísun var meðal annars byggð á því að embætti sérstaks saksóknara hefði ekki haft heimild til þess að rannsaka málið og að rannsókn á málefnum Byrs og stöðu sjóðsins, hefði verið ófullnægjandi. Þessu hafnaði héraðsdómur, samkvæmt fréttum Ríkisútvarpsins fyrr í dag. Málið verður að líkindum tekið til efnismeðferðar í desember.