Héraðsdómur hafnaði í dag frávísunarkröfu í máli Tryggva Þórs Herbertssonar gegn Fáfni Offshore og Fáfni Holding.

Útgerðarmaðurinn Steingrímur Bjarni Erlingsson leitaði ráða hjá Tryggva Þór Herbertssyni, þáverandi þingmanni Sjálfstæðisflokksins, vegna risaskips sem hann vann að því að panta í fyrra. Félag Steingríms heitir Fáfnir Holding og rekur félag hans, Fáfnir Offshore risastórt skip sem á að þjónusta fyrirtæki í olíuleit og vinnslu á Drekasvæðinu.

Eftir að Tryggvi Þór Herbertsson tapaði prófkjörsslag fyrir kosningarnar í fyrra aðstoðaði hann Steingrím vegna viðskipta hans. Tryggvi Þór taldi sig hafa verið að vinna ráðgjafastörf en Steingrímur taldi sig hafa leitað ráða hjá honum sem þingmanni.

Tryggvi fékk því ekki greitt eins og hann vildi og ákvað að höfða mál. Lögmaður Steingríms Bjarna krafðist frávísunar á grundvelli vanreifunar málsins, en dómurinn féllst ekki á þau rök.