Enn hefur ekki verið tekin um það ákvörðun hvort frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur á máli tíu hlutdeildarskírteinishafa í Sjóði 9 á hendur Íslandssjóðum verði kærð til Hæstaréttar en Einar Hugi Bjarnason, lögmaður sjóðsfélaganna, segir það líklegra en hitt í samtali við Morgunblaðið.

Eins og fram kom á vb.is í gær hefur Héraðsdómur vísað málinu frá þar sem forsendur málshöfðunar þóttu ekki nægilega skýrar í kærunni en frávísun útilokar ekki að hægt sé að kæra á nýjan leik. Morgunblaðið hefur eftir Einari Huga að það sé þó enn of snemmt að huga að því.