Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, segir að þó svo að Háskóli Íslands sé þjóðskóli og án skólagjalda sé það skoðun hennar að til þess að fá það fjármagn sem vanti þurfi frekara framlag frá nemendum. Hún segir að sértekjur skólans eins og styrkir eigi að vera einn þriðji af tekjum skólans.

Háskóli Íslands var í 277. sæti árið 2011 á lista Times Higher Education World University Rankings en í ár er skólinn í 271. sæti. Kristín segir þessa stöðu skólans skipta miklu máli fyrir alla háskóla á landinu. Erfitt sé að halda þessu sæti enda ekki sjálfsagður hlutur.