Bogi Nils Bogason.
Bogi Nils Bogason.
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
Icelandair hefur fengið norræna Enskilda bankann til að skoða möguleika á tvískráningu félagsins í norræna kauphöll en tilkynnt var um fyrirætlanir félagsins í febrúar á þessu ári. Bogi Nils Bogason, fjármálastjóri Icelandair, segir félagið vera að skoða hvort það sé vænlegt eða ekki að skrá félagið í skandínavískri kauphöll en segir ekkert liggja fyrir. „Vinnan er nýhafin og frekari ákvörðun verður væntanlega tekin snemma í haust,“ segir hann.

Fimmtán starfsmenn Enskilda hafa bæst við innherjalista Icelandair í tengslum við vinnu Eskilda bankans en Icelandair hefur verið skráð í Kauphöllina hér á landi síðan í lok árs 2006.