Mario Espinosa
Mario Espinosa

Mario Espinosa, fulltrúi Tavistock Group í stjórn MP banka, segir að sem stendur sé áhersla fyrirtækisins á MP banka og fjármálageirann á Íslandi. Hins vegar sé ekkert því til fyrirstöðu að fyrirtækið fjárfesti í öðrum geirum íslensks atvinnulífs. „Ég hef fulla samúð með þeim sem vilja halda íslenskum náttúruauðlindum í íslenskri eigu. Það eru hins vegar möguleikar tengdir raforkuframleiðslu sem ekki krefjast erlendrar fjárfestingar í auðlindinni sjálfri. Ég velti því t.d. fyrir mér af hverju Íslendingar flytja álið út í jafn hráu formi og gert er nú. Með tiltölulega einföldum hætti mætti setja hér upp verksmiðjur sem nýttu íslenskt ál til frekari framleiðslu. Slíkur iðnaður yrði líka lyftistöng fyrir íslenska hönnuði.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf útgáfu af blaðinu undir liðnum Tölublöð hér að ofan.