Greining Íslandsbanka segir að búast megi við skráningu nokkurra félaga í Kauphöll á næstu misserum. Fasteignafélagið Reginn var skráð á markað í Kauphöllinni við hátíðlega í morgun. Í Morgunkorni Greiningar er rifjað upp að Framtakssjóður Íslands, sem er í eigu 16 lífeyrissjóða, hafi tilkynnt um skráningu Vodafone í haust og megi búast við að sjóðurinn leitist við að skrá önnur félög sem eru að fullu leyti eða að hluta í hans eigu á markað á næstu misserum.

Í Morgunkorninu er jafnframt tíunda að í tilfelli Haga og Regins sé skráning á hlutabréfamarkað  álitlegur kostur fyrir eigendur félaganna sem vilji minnka eða losa stöðu sína í viðkomandi félagi en í kjölfar fjárhagslegrar endurskipulagningar hafi lánveitendur í mörgum tilfellum eignast fyrirtæki sem þeir hyggjast ekki eiga til langframa.

Með skráningu Regins á markað eru 13 félög skráð í Kauphöllina. Þau voru flest árið 2000 eða 75. Þeim fækkaði óðum eftir það og voru orðin 30 árið 2007. Fyrir tveimur árum voru svo aðeins 11 félög skráð á markað hér og höfðu þau ekki verið færri í 20 ár.