Í meginspá fjármálaráðuneytisins er gert ráð fyrir nýju álveri Norðuráls við Helguvík, aflþynnuverksmiðju á Krossanesi, netþjóna- og gagnabúi á Reykjanesi og tilheyrandi orkuöflunarframkvæmdum.

Aftur á móti er bent á að margar aðrar framkvæmdir séu á teikniborðinu, s.s.álver Alcoa á Bakka, stækkun álvers Alcan í Straumsvík, hreinkísilverksmiðja Becromal í Þorlákshöfn og hreinkísilverksmiðja bandarískra aðila í Þorlákshöfn.

Ef þær yrðu allar að veruleika myndi Fjármálaráðuneytið telja að á næstu átta árum myndu framkvæmdirnar í heild hafa í för með sér fjárfestingu sem næmi 5 - 6% af landsframleiðslu á ári frá 2009 til 2011 og gera megi ráð fyrir að árlegur hagvöxtur yrði þá 1,0 til 1,5 prósent meiri árin 2009 til 2011 en kemur fram í meginspá fjármálaráðuneytisins.