*

laugardagur, 23. janúar 2021
Erlent 26. nóvember 2020 15:41

Frekari uppsagnir hjá Disney

Alls hyggst Walt Disney segja upp 32 þúsund starfsmönnum um mitt næsta ár vegna áhrifa kórónufaraldursins.

Ritstjórn
Verslun Disney á Oxford Street.
epa

Walt Disney hyggst segja upp 32.000 starfsmönnum, einkum starfsmenn í skemmtigörðum fyrirtækisins, og er gert ráð fyrir að uppsagnirnar taki gildi um mitt næsta ár. Síðastliðinn september áætlaði Disney að segja upp alls 28.000 starfsmönnum og horfur því versnar talsvert síðan þá.

Viðvörun hefur borist frá félaginu um frekari aðgerðir sökum heimsfaraldursins. Svo gæti farið að Disney muni ekki tilkynna um framtíðar arðgreiðslur sem og skerða greiðslur líkt og framlög til lífeyrissparnaðar og sjúkrakostnað starfsmanna, að því er segir í frétt WSJ.

Skemmtigarður Disney í Flórída hefur verið lokaður síðan í marsmánuði vegna sóttvarnaaðgerða yfirvalda. Félagið hefur tapað tvo ársfjórðunga í röð og íhugar að draga úr fjárfestingum tengd sjónvarpsefni.

Stikkorð: Disney Walt