Seðlabankinn mun hækka stýrivexti sína enn frekar á næstu mánuðum ef marka má spár og lögun vaxtaferilsins á peningamarkaði, segir greiningardeild Glitnis.

?Væntingar virðast einnig vera um að bankinn taki að lækka vexti sína á fyrri hluta næsta árs. Til dæmis gefur vaxtaferillinn til kynna að óveruleg vaxtahækkun sé framundan sem gangi fljótt til baka á næsta ári. Þetta má lesa úr fólgnum framvirkum vöxtum sem leita upp þegar horft er til áramóta en leita svo niður á ný þegar horft fram á næsta ár," segir greiningardeildin.

Greiningardeildin hefur spáð því að Seðlabankinn fari hæst með stýrivexti sína í um 13% áður en hann hefur vaxtalækkunarferli sitt á næsta ári.

?Teljum við að í lok næsta árs verði vextir bankans komnir í eða undir 10% enda mun draga verulega úr verðbólgu á því ári gangi spár okkar eftir," segir greiningardeildin.

Hún lætur þess getið að Seðlabankinn ákveður næst stýrivexti 6. júlí samhliða útgáfu Peningamála. Eftir það er næsti formlegi vaxtaákvörðunardagur er 14. september en síðasta formlega vaxtaákvörðun bankans á árinu fer fram 2. nóvember samhliða útgáfu Peningamála.