Forsvarsmenn bandaríska seðlabankans hafa lækkað spá sína um hagvöxt á þessu ári jafnframt því að gera ráð fyrir meiri verðbólgu en áður.

Þetta kemur fram í fundargerð vaxtaákvörðunarnefndar bankans sem var gerð opinber í dag.

Hagfræðingar segja að fundargerðin gefi til kynna að að frekari stýrivaxtalækkanir bankans séu ólíklegar nema horfur um hagvöxt versni mikið á skömmum tíma.

Engu að síður er jafnframt ósennilegt að seðlabankinn muni ráðast í stýrivaxtahækkun nema verðbólguvæntingar hækki mikið.