Frelsisturnin sem rís þar sem World Trade Center stóð áður á Manhattan eyju í New York mun kosta 3,8 milljarða dala, um 470 milljarða króna.

Turninn er byggður af hafnaryfirvöldum í New York og New Jersey og hefur kostnaðurinn við turninn hækkað mikið, en fyrstu áætlanir gerðu ráð fyrir kostnaði upp á 2 milljarða dala.

Turninn á að verða 541 metri á hæð. Smíði hans á að vera lokið í árslok 2013.



Frelsisturninn á Manhattan eyju, New York.
Frelsisturninn á Manhattan eyju, New York.