Gengi hlutabréfa Haga lækkaði um 1,03% í Kauphöllinni í dag. Þetta var mesta lækkun dagsins. Á sama tíma lækkaði gengi bréfa Vodafone um 0,57%.

Á hinn bóginn hækkaði gengi Tryggingamiðstöðvarinnar um 0,68%, VÍS um 0,37% og Eimskips um 0,22%.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,05% og endaði hún í 1.141 stigi. Velta með hlutabréf í Kauphöllinni var í lægri kantinum. Heildarveltan nam rétt rúmlega 368 milljónum króna. Mest var veltan með hlutabréf VÍS eða fyrir 140 milljónir króna.