Gengi hlutabréfa Icelandair Group hækkaði um 1,6% í Kauphöllinni í dag í rétt um 104 milljóna króna veltu. Gengið hefur lækkaði nokkuð viðstöðulítið frá mánaðamótum eða um tæp 6%. Það stóð í 16,85 krónum í lok síðasta mánaðar en er nú krónu lægra eða í 15,85 krónum á hlut.

Á sama tíma hækkaði gengi bréfa VÍS um 0,91% og Eimskips um 0,65%.

Þá lækkaði gengi hlutabréfa Össurar um 1,36% og Vodafone um 0,36%.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,47% og endaði hún í 1.153 stigum. Heildarvelta með hlutabréf í Kauphöll nam tæpri 321 milljón króna sem er í lægri kantinum miðað við aðra daga vikunnar.