Á aukaársfundi Lífeyrissjóðs Vesturlands, sem haldinn var 29. nóvember síðastliðin var samþykkt að fresta ákvörðun um sameiningu við Lífeyrissjóð Suðurlands til ársfundar 2006. Einnig var stjórn sjóðsins falið að halda áfram viðræðum við Lífeyrissjóð Suðurlands.

Lífeyrissjóður Suðurlands er sameinaður sjóður Lífeyrissjóðs Suðurnesja og Lífeyrissjóðs Suðurlands og hóf starfsemi 1. júlí 2005. Höfuðstöðvar sjóðsins eru í Reykjanesbæ en einnig er skrifstofa sjóðsins á Selfossi. Við sameininguna runnu saman tveir öflugir sjóðir með tæplega 6 þúsund greiðandi sjóðfélaga og rúmlega 3 þúsund lífeyrisþega. Sjóðurinn rekur hefur tekið upp aldurstengt réttindakerfi. Eignir hins sameinaða lífeyrissjóðs námu 22.759 milljónum króna um síðustu áramót.