Fyrirtækið Stracta hefur frestað byggingu 100 herbergja hótels í Reykholti í Biskupstungum. Fram kemur í Sunnlenska fréttablaðinu í vikunni að forsvarsmenn Stracta hafi óskað eftir því við sveitarfélagið Bláskógabyggð að fá að fresta greiðslu á gatnagerðargjöldum tveggja lóða sem félagið fékk úthlutað.

Byggingameistarinnar Hreiðar Hermannsson, faðir knattspyrnukappans Hreiðars Hermannssonar, er framkvæmdastjóri Stracta. Áformin í Reykholti eru liður í uppbyggingu Stracta víða, s.s. í Mýrdal, á Hvolsvelli, Stokkseyri, Hveragerði og víðar.

Byggðaráð hafnaði beiðninni á þeim forsendum að hún brjóti í bága við settar reglur um úthlutun lóða og greiðslu umrædds gatnagerðargjalds og vísað í að jafnræði verð iað ríkja milli aðila. Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, segir í samtali við blaðið Stracta geta sótt um lóðina aftur kjósi fyrirtækið að gera það.