Íbúðalánasjóður hefur verið með í vinnslu breytingu á verklagsreglum um að fresta uppboðum þar sem vanskil eru undir 4 milljónum króna. Þetta kom fram í máli Sigurðar Erlingssonar framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins.

Sigurður segir að tekin verði ákvörðun um hvort rétt verði að bregðast við með þessum hætti á stjórnarfundi Íbúðalánasjóðs á morgun. Komið hefur fram áskorun um að öllum uppboðum verði frestað.

Sigurður sagði að starfsfólks sjóðsins hefðu litið á hvert mál fyrir sig við ákvörðun um að fresta uppboði og ekki talið rétt að fara í almennar aðgerðir. Hann sagði að skoðað verði í morgun hvort það eigi að fresta öllum uppboðum. Mál séu mjög misjöfn og ekki endilega lausn allra að fresta uppboðum. Nú séu 100 mál í gangi þar sem lokauppboð er framundan.