George Osborne hefur ákveðið að fresta sölu breska ríkisins á lokahlut sínum í breska bankanum Lloyds. Ástæða frestuninnar er að sögn Osborne óróleiki á mörkuðum. Osborne sagði að bankinn yrði seldur þegar markaðir hefðu róast að núna væri ekki rétti tíminn.

Eignahlutur ríkisins er um það bil 10%, en David Cameron lofaði að selja síðasta eignarhlutann fyrir síðustu kosningar. Búist var við að hluturinn hefði selst fyrir um það bil tvo milljarða punda, eða um 373 milljarða króna. Miðað við þetta verð þá hefði þetta verið stærsta einkavæðing í Bretlandi frá níunda áratug síðustu aldar, en þá var Margaret Thatcher forsætisráðherra.

George Osboren tilkynnti um söluna á bankanum í október sl. en sölunni átti að vera sérstaklega beint að einkafjárfestum en fjárfestum sem skrá sig fyrir minna heldur en 1.000 hlutum átti að vera veittur forgangur og almenningi yrði boðið að fá hlutabréf í bankanum á 5% afslætti.

Ríkisstjórn Bretlands bjargaði Lloyds frá gjaldþroti árið 2008 með að veita þeim 20,5 milljarða punda, eða um 3.933 milljarða íslenskra króna, og fyrir það fékk ríkisstjórnin 43% hlut í bankanum.