Flugfélagið British Airways (BA) hefur lokað á sölu á styttri flugferðum frá Heathrow flugvelli í London til 15. ágúst næstkomandi en félagið hafði fyrr í vikunni hætt að selja í styttri ferðir út þessa viku. Aðgerðin nær bæði til innanlandsfluga og valda áfangastaði í Evrópu.

Á heimasíðu British Airways er ekki hægt að bóka flug til Keflavíkur frá Heathrow fyrr en í fyrsta lagi 18. ágúst næstkomandi.

Sjá einnig: Flugvellirnir sem hafa komið verst út í sumar

BA grípur til þessara aðgerða vegna þaks á fjölda farþega sem flugvöllurinn innleiddi í sumar. Flugvellir víða hafa átt í erfiðleikum eftir að fluggeirinn tók við sér í vor, meðal annars vegna mönnunarvanda. Í frétt BBC segir að Heathrow hafi einnig átt í vandræðum með farangurafgreiðslu í sumar. Þakið á fjölda farþega á Heathrow verður í gildi til 11. september næstkomandi.