Héraðsdómur Reykjavíkur hefur frestað máli ríkissáttasemjara gegn Eflingu til föstudags til framlagningar greinargerðar. Mbl.is greinir frá þessu.

Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari greindi frá því á fréttamannafundi á fimmtudaginn var að hann hefði lagt fram miðlunartillögu í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins.

Efling varð ekki við tilmælum ríkissáttasemjara um að veita umsjónaraðilum rafrænnar atkvæðagreiðslu um tillögun aðgang að kjörskrá félagsmanna Eflingar. Því sá Aðalsteinn sig knúinn til að leita til héraðsdóms.