Aðalfundi DV sem halda átti um miðjan dag í dag hefur verið frestað um viku. Reynir Traustason, ritstjóri DV og einn hluthafa blaðsins, segir í samtali við fréttavef Morgunblaðsins , mbl.is, ástæðuna þá að greint hafi verið á um ársreikning DV.

„Þarna er verið að beita blygðun­ar­laust pen­inga­valdi til að koma mönn­um út. Það er eitt­hvað sem ég held að eng­inn vilji eða ætli að þola. Ég er al­veg poll­ró­leg­ur og bara mæti í vinn­una á mánu­dag­inn,“ sagði hann.

Haft er eftir Sig­urði G. Guðjóns­syni að fundinum hafi verið frestað vegna þess að stjórn fé­lags­ins gat ekki lagt fram samþykkt­an árs­reikn­ing.