Eins og áður hefur komið fram verða nýju greiðslukortin bæði með innbyggðum örgjörva svo og segulrönd eins og nú er. Til að geta tekið við kortum með örgjörva þarf að koma fyrir nýjum tækja- og hugbúnaði við afgreiðslukassa. Í fréttabréfi SAF kemur fram að þennan búnað, einkum hugbúnaðinn, telji menn dýran og vilja fá rúman tíma til að taka hann í notkun.

Kortafyrirtækin hafa ekki nefnt tímamörk um hvenær örgjörvalesararnir þurfa að vera tilbúnir hjá öllum söluaðilum, en þau mörk eru ákveðin í alþjóðastjórn greiðslukortakerfanna og eru jafnan þau sömu alls staðar.