Frestur fjármálastofnana til þess að skila Fjármálaeftirlitinu (FME) gögnum er varða ólögleg gengistryggð útlán rennur út í dag. Í kjölfar dóms Hæstaréttar þann 15. febrúar, um ólögmæti afturvirkra vaxtabreytinga, kallaði FME eftir gögnum frá bönkunum. Með þeim er ætlað að meta áhrif dómsins á efnahagsreikning þeirra.

Fram hefur komið að unnið er að því að stilla upp fjórum mögulegum sviðsmyndum af áhrifum dómsins, eftir því hversu ríkt fordæmisgildi hans er. Samkeppniseftirlitið hefur veittt fjármálastofnunum heimild til þess að hafa samráð, með skilyrðum, um áhrif dómsins til að hraða úrvinnslu gengislánadómsins.

Hæstiréttur Íslands
Hæstiréttur Íslands
© BIG (VB MYND/BIG)