Franz Jezorski, athafnamaðurog fv. stjórnarformaður Heklu, hefur ekki náð að ganga frá kaupum á 50% hlut Friðberts Friðbertssonar, forstjóra Heklu, í félaginu á tilsettum tíma. Þannig er á ný komin upp pattstaða á milli þeirra Franz og Friðberts og staðan er í raun sú sama og hún var í byrjun febrúar sl. þegar þeir gerðu fyrst samkomulag um að annar aðilinn skyldi kaupa hinn út. Helmingshlutur í Heklu er samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins metinn á um 1,1 milljarð króna.

„Ég hef ekkert um þetta að segja í bili,“ sagði Franz þegar Viðskiptablaðið innti hann svara við því í vikunni hvers vegna ekki væri búið að ganga frá kaupunum. Friðbert vildi að sama skapi ekki tjá sig um málið að svo stöddu en hann er enn starfandi forstjóri félagsins. Samband þeirra Franz og Friðberts hefur löngum verið stirt en þeir keyptu umboðið af Arion banka í ársbyrjun 2011.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .