Frestur Kaupþings til að greiða af samúræjabréfum sínum í Japan rann út í dag en samkvæmt Bloomberg fréttaveitunni voru bréfin ekki greidd og Kaupþing þar með orðið fyrsti evrópski bankinn til að falla á gjalddaga án greiðslu.

Samúræjabréfin (sem líkja má við íslensk jöklabréf) voru á gjalddaga síðasta mánudag en lokafrestur til að greiða rann út í dag.

Samkvæmt Bloomberg nam verðmæti greiðslunnar um 50 milljörðum jena en rétt er að taka fram að japanska jenið kostar nú 1,2 krónur en kostaði fyrir nokkrum mánuðum 0,5 krónur.