Frestur til að skrá sig í frumkvöðlakeppnina Gulleggið rennur út á morgun, en hægt verður að skrá sig til og með deginum á morgun. Gulleggið er tækifæri fyrir frumkvöðla til að koma hugmyndum sínum á framfæri og fá aðstoð til að vinna með hugmyndirnar áfram.

Þetta er í sjöunda sinn sem keppnin er haldin. Í byrjun vikunnar voru þegar um 50 fyrirtæki búin að skrá sig, segir Stefán  Þór Helgason, verkefnastjóri Gulleggsins 2014. Fyrirtækjunum sem skrá sig er boðið upp á námskeið, ráðgjöf  og aðstoð frá sérfræðingum til að útfæra hugmyndir sínar nánar.