Hreindýr
Hreindýr
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)

Frestur til að sækja um leyfi til hreindýraveiða í ár rennur út á laugardag. Þetta kemur fram á vef Umverfisstofnunar.

Heimilt verður að veiða allt að 1277 dýr á árinu sem er fjölgun um 48 dýr frá fyrra ári. Heimildirnar skiptast þannig að leyft verður að veiða alls 657 kýr og 620 tarfa. Veiðin skiptist milli níu veiðisvæða.

Veiðitíminn er frá 1. ágúst til og með 15. september, en þó getur Umhverfisstofnun heimilað veiðar á törfum frá og með 15. júlí og lengt veiðitíma kúa til 20. september.

Veturgamlir tarfar eru alfriðaðir og miðast tarfaveiði því við tveggja vetra og eldri tarfa. Óheimilt er að veiða kálfa.