Frestur til umsókna í frumkvöðlasjóð Íslandsbanka rennur út núna á fimmtudaginn. Frumkvöðlasjóðurinn styrkir frumkvöðlaverkefni sem leggja áherslu á endurnýjanlega orku og sjálfbæran sjávarútveg. Markmið sjóðsins er að styrkja við nýsköpun og þróun á þessum sviðum.

Meðal þeirra fyrirtækja sem hlotið hafa styrkinn á síðustu árum eru:

  • Kerecis
    Kerecis þróar, framleiðir og markaðssetur affrumað fiskiroð. Þetta er roð úr íslenskum þorski, þar sem allar frumur hafa verið fjarlægðar, þannig að eftir stendur affrumað roð oft kallað stoðefni. Stoðefnið er lagt á skaðaðan líkamsvef og vaxa þá frumur líkamans inní roðið sem samlagast líkamsvefnum og leysist smá saman upp þannig að eftir stendur heilbrigður líkamsvefur. Notkun Kerecis á roði í lækningavörur er einkaleyfisverndað i fjölmögum löndum. Notkun á Kerecis Omega3 til meðhöndlunar á sárum er jafnframt samþykkt af Bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitinu og evrópskum skráningaryfirvöldum.
  • Ankra ehf.
    Ankra þróar fæðubótarefni og snyrtivörur sem vinna saman að betri útkomu og vinna á öldrunareinkennum húðar, innan og utan frá. Ankra framleiðir hágæða vörur unnar úr íslensku fiskikollageni, framleiddar á Íslandi. Ankra ætlar að skapar sérhæfð hálaunastörf í vöruþróun og markaðssetningu sem eykur samkeppnishæfni og fjölbreytni íslensks sjávarútvegs.
  • IceWind ehf. – vindtúrbínur fyrir íslenskar aðstæður
    Verkefnið er lokahluti hönnunarferils IceWind vindtúrbínunnar. Markmiðið er að skila á markað IceWind vindtúrbínunni í þremur stærðum ásamt tengibúnaði fyrir þær. Viðamikil vinna fer í að prófa þol túrbínunnar við erfiðar veðurfarsaðstæður eins og á Stórhöfða í Vestmannaeyjum og miklum snjó á norðurlandi. Þá er unnið að því að þjálfa tæknifólk og er það gert í nánu samstarfi við Tækniskólann. Síðast en ekki síst kemur Háskóli Íslands að hönnun, smíði og prófunum á rafbúnaði svo hægt verði að tengja túrbínuna við Landsnetið. Þróun mekanísku hlutanna hefur staðið síðan 2008, þróun á rafli hefur staðið síðan 2011 og hefur fjórða kynslóðin litið dagsins ljós.