Frestur Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra til að svara bréfi umboðsmanns Alþingis vegna lekamálsins rennur út í dag.

Þann 6. ágúst sendi Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, Hönnu Birnu bréf þar sem hann óskaði eftir ítarlegum svörum Hönnu Birnu um samskipti hennar við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra.

Þetta var annað bréfið á stuttum tíma sem umboðsmaður sendi Hönnu Birnu um sama efni. Hanna Birna svaraði fyrra bréfinu 1. ágúst en umboðsmaður taldi bréfið ekki fullnægjandi og vildi fá nánari skýringar.