*

mánudagur, 26. júlí 2021
Innlent 31. október 2014 13:31

Fresturinn rennur út í dag

LBI býður enn eftir svörum frá stjórnvöldum um undanþágu frá gjaldeyrishöftum. Komi það ekki í dag fellur samkomulag úr gildi.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Slitastjórn Landsbankans hefur enn ekkert heyrt frá stjórnvöldum um undanþágu frá gjaldeyrishöftum svo hægt sé að greiða kröfuhöfum gamla Landsbankans 226 milljarða króna. 

Slitastjórnin hefur tvisvar framlengt frest sem hún gaf stjórnvöldum til þess að gefa svör um málið. Páll Benediktsson, upplýsingafulltrúi slitastjórnarinnar, segir í samtali við RÚV að berist svarið ekki í dag falli samkomulag milli slitastjórnarinnar og Landsbankans úr gildi, en það felur í sér að lengt verði í greiðslum af skuld sem Landsbankinn skuldar þrotabúinu.

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir í samtali við RÚV að hann búist ekki við því að svara slitastjórninni í dag. Það verði ekki gert fyrr en búið sé að ganga frá málinu af hálfu stjórnvalda.