Viðskiptavakar með skuldabréf, t.d. ríkisskuldabréf, eru afar ósáttir við gjaldskrá kauphallarinnar í skuldabréfaviðskiptum hér á landi, þ.e. Nasdaq OMX á Íslandi. Þeir segja kauphöllina færa sér einokunarstöðu sína í nyt til þess að rukka mjög há gjöld í samanburði við aðrar kauphallir á Norðurlöndunum en þær eru allar undir sama hatti að undanskilinni kauphöllinni í Osló sem reyndar mun vera umtalsvert ódýrari en hinar norrænu kauphallirnar. Samkvæmt upplýsingum Viðskiptablaðsins er verðmunurinn þar sem mest er nær 40 þúsund prósent.

Tökum sem dæmi 100 milljóna króna viðskipti með skuldabréf á verðinu 1 króna. Slík viðskipti kosta 5.760 krónur á hvorn viðskiptaaðila í kauphöllinni hér á landi en kosta í Osló 16 krónur og er verðmunurinn þar 35.900% eða 360 sinnum dýrara. Eins og áður segir er kauphöllin í Osló þó töluvert ódýrari en þær norrænu kauphallir sem heyra undir Nasdaq OMX og því kannski eðlilegra að bera íslensku kauphöllina saman við kauphallirnar í Stokkhólmi og Kaupmannahöfn. Verðmunurinn þar er engu að síður sláandi því í Kaupmannahöfn kosta viðskipti með skuldabréf fyrir 100 milljónir króna, á verðinu 1 króna, 67 krónur. Það er rúmlega 300% hærra en í Osló en 8.497% lægra en í Reykjavík. Í Stokkhólmi kosta viðskiptin 96 krónur, sem er 500% hærra en í Osló en 5.919% lægra en í Reykjavík. Kauphöllin íslenska er sem sagt talsvert dýrari en hinar norrænu kauphallirnar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun.

Meðal annars efnis í blaði morgundagsins er:

  • Páskaeggin verða dýrari í ár
  • Fréttaskýring um rannsókn SFO á viðskiptum Tchenguiz og Kaupþings
  • Uppgjör Landsbankans og Íslandsbanka
  • Lögfræðingur telur ósamræmi í undanþágum gjaldeyrishafta
  • Stór hluti vinnudagsins fer í vinnu fyrir hið opinbera
  • „Að fara í nauðsamninga var besti kosturinn þó hann væri vissulega ekki sá auðveldasti,“ segir Gylfi Sigfússon í viðtali við Viðskiptablaðið.
  • Sérblað um flug fylgir Viðskiptablaðinu
  • Fréttaskýring: Spkef náði að starfa í 316 daga
  • Dægurmenning: Tekjur af tónlist hrynja
  • Bílar: Lexus CT 200h reynslukeyrður
  • Sport & peningar: Hlutdeild íþróttafélaga af sölutekjum Íslenskra getrauna lækkar